Fara beint í efnið

Dómstólar og réttarfar

Sakavottorð til einstaklinga

Sækja sakavottorð á íslensku

Á sakavottorðinu koma fram þeir dómar og sáttir í refsimálum sem einstaklingur hefur fengið. Sækja má sakavottorð stafrænt eða á pappír hjá sýslumanni og ber að greiða fyrir það 2.500 krónur. 

Eingöngu þeir sem eru með rafræn skilríki á Íslandi eða íslenska kennitölu geta sent beiðni um útgáfu sakavottorðs rafrænt. Einstaklingur sem uppfyllir ekki þau skilyrði þarf að mæta á skrifstofu sýslumanns og framvísa persónuskilríkjum.

Hvað kemur fram á sakavottorði?

  • Brot á almennum hegningarlögum.

  • Brot á lögum um ávana- og fíkniefni.

Undantekningar

  • Fangelsisdómar eldri en 5 ára frá dómsuppkvaðningu eða frá því að dómþoli var látinn laus hafi hann afplánað refsingu.

  • Aðrir dómar eldri en 3 ára.

  • Ráðstafanir samkvæmt almennum hegningarlögum, til dæmis vistun á heilbrigðisstofnun eða meðferðarheimili, ef liðin eru 5 ár frá því að ráðstöfun var felld niður.

Aldurstakmörk

Allir einstaklingar 15 ára og eldri geta fengið útgefið sakavottorð.

Afgreiðslutími

Beiðnir eru afgreiddar jafnóðum og þær berast. Stafræn sakavottorð birtast í pósthólfi umsækjanda á island.is.

Útgáfa á pappír

Sækja má um sakavottorð í afgreiðslum allra sýslumanna. Framvísa þarf persónuskilríkjum.

Umboð til að sækja sakavottorð

Ef umsækjandi um sakavottorð hefur hvorki tök á að sækja um sjálfur eða nálgast vottorð sitt getur hann veitt öðrum skriflegt umboð, vottað af tveimur vitundarvottum, til að sækja um það og/eða veita því viðtöku hjá viðkomandi sýslumanni.

Sækja umboð til að sækja um og veita sakavottorði viðtöku.

Notkun erlendis

Sakavottorð fást gefin út á ensku eða dönsku á pappír sé þess óskað. Séu brot skráð á sakavottorð þarf þýðingu löggilts skjalaþýðanda á önnur tungumál en íslensku. Þýðingin er á kostnað þess sem óskar eftir vottorðinu. 

Þegar nota á íslenskt sakavottorð erlendis getur viðtakandi óskað eftir formlegri staðfestingu yfirvalda á Íslandi. Með því er átt við að utanríkisráðuneytið stimpli og staðfesti útgáfu sakavottorðs.

Nánari upplýsingar um þessa vottun er að finna á vef utanríkisráðuneytisins.

Sækja sakavottorð á íslensku

Þjónustuaðili

Sýslu­menn