Fjölmargar stofnanir, sveitarfélög, félagasamtök og fyrirtæki nýta innskráningu Ísland.is og fjölgar ört. Daglega nota þúsundir manna innskráningu Ísland.is til að skrá sig inn á vefina og fá einstaklingsmiðaða þjónustu.
Nánar um innskráningu
Tæknilegar upplýsingar – innskráningarþjónustan
Skilmálar
Öryggi innskráningarþjónustu Ísland.is
Innskráning er alltaf á öruggu svæði, https://innskraning.island.is.
Samskipti vegna innskráningar fara aldrei fram á vef þjónustuveitanda.
Á mínum síðum á Ísland.is getur fólk skoðað sögu innskráninga sinna og þannig áttað sig á því ef óviðkomandi hefur komist yfir Íslykil eða rafræn skilríki þess.
Öll samskipti eru yfir dulritað burðarlag (SSL).
Allar persónuupplýsingar varðandi Íslykil eru dulritaðar. Ekki er hægt að birta Íslykilinn í neinum hluta kerfisins, aðeins tætigildi hans er geymt.
Umsókn um innskráningarþjónustu Ísland.is
Nauðsynlegt er að umsækjandi hafi umboð lögaðila.
Innskráningarleiðir
Rafræn skilríki í síma
Rafræn skilríki á korti
Styrktur Íslykill (Íslykill og SMS í farsíma)
Umboð
Mikilvægt er að fólk afhendi ekki öðrum rafræn auðkenni sín. Þess vegna er þörf á rafrænum umboðum.
Hverjir veita umboð?
Einstaklingur veitir öðrum einstaklingi/fyrirtæki umboð
Fyrirtæki veitir starfsmanni umboð