Fara beint í efnið

Fjölskylda og velferð

Beiðni um breytingu á forsjá

Beiðni um breytingu á forsjá

Foreldrar og forsjáraðilar barna geta farið fram á breytingu á gildandi forsjársamningi.

Beiðni

Séu báðir aðilar sammála um forsjárbreytinguna skulu þeir bóka tíma hjá sýslumanni í því umdæmi þar sem barnið býr. Hafa skal meðferðis forsjárvottorð sem sýnir núgildandi skipan forsjár og lögheimili barns. Meðferð málsins hefst með því að foreldrar eru boðaðir til viðtals hjá sýslumanni vegna málsins, saman eða í sitthvoru lagi. 

Ef foreldrar eru sammála um breytingu á forsjá, og sýslumaður telur það samrýmast hagsmunum barnsins, gefur hann út staðfestingu á samningi um forsjá. 

Séu foreldrar ósammála um forsjárbreytinguna vísar sýslumaður málinu í sáttameðferð.

Sáttameðferð

Ef ekki næst samkomulag milli foreldra um breytingu á forsjá barns býður sýslumaður foreldrum upp á sáttameðferð. Komist foreldrar ekki að samkomulagi um forsjá með aðstoð sáttamanns þurfa foreldrar að leita til dómstóla og höfða forsjármál. 

Beiðni um breytingu á forsjá

Sýslumenn

Sýslu­menn